Jesús sagði: Biðjið og yður mun gefast

Á Bænaveggnum okkar má skrá bænarefni sem við sem kirkja getum sameinast um að biðja fyrir.

En hér er líka hægt að skrá óskir um aðstoð og þannig getum við tengt saman þá sem þurfa á hjálp að halda og þá sem eru reiðubúnir að elska náunga sinn í verki og veita aðstoð sína. Þetta gætu til dæmis verið óskir um aðstoð við að moka snjó af tröppum ef viðkomandi á bágt með að gera það sjálfur. Hægt væri að skrá beiðni um að einhver skreppi í búðina fyrir mann ef viðkomandi er lasinn. Þetta gæti líka verið fjárhagsleg þörf eða í rauninni hvað sem er.

Hægt er að velja hvort bænarefnið birtist undir nafni eða nafnlaust en ef nauðsynlegar upplýsingar eru skráðar getur sóknarprestur haft milligöngu um að sá sem er reiðubúinn að gefa af tíma sínum eða fjármunum til að vera náunga sínum til blessunar, geti gert það.

Við sem erum kristin erum hendur og fætur Jesú hér á jörðinni. Þess vegna skulum við sameinast í því að mæta þörfum náunga okkar þegar við getum og sýna þannig kærleika okkar og trú í verki.